Styrkveitingar á Austurlandi 2024

Vorið 2023 fengu stúkurnar á Austurlandi, Rbst. nr. 15, Björk & St. Nr. 24, Hrafnkell Freysgoði úthlutaða upphæð úr Styrktar og líknarsjóði Oddfellow StLO.

Í framhaldi var lagst í vinnu þar sem skipuð var 10 manna umsagnarnefnd beggja stúkna til að taka ákvörðun um styrki.

Niðurstaðan var sú að þann 19. mars 2024 afhentu stúkurnar á Austurlandi styrki til eftirtalinna aðila.

Egilsstaðakirkja fékk styrk til kaupa á búnaði til að streyma frá útförum í kirkjunni. Egilsstaðakirkja er ein helsta útfarararkirkja á Héraði og því nauðsynlegt að geta streymt frá athöfnum.

Slökkvilið Múlaþings fékk styrk til kaupa á búnaði. Þar er um að ræða gróðureldagalla, laufblásara með vatnsúða, dælu auk eiturefnagalla.

HSA fékk styrk til kaupa á ýmsum búnaði á starfsstöðvar á Austurlandi.

Umdæmissjúkrahúsið í Neskaupsstað

  • Þráðlaus hjartasíriti sem gerir það að verkum að þau okkar sem þurfa stöðugt eftirlit hjartavöðvans við innlögn þurfa ekki lengur að vera rúmliggjandi heldur geta gengið um.
  • Filmarey rannsóknartæki sem gerir það að verkum að hægt er að greina á svæðinu hinar ýmsu veirur og bakteríur sem áður þurfti að senda til rannsóknar annað.

Heilsugæslan Egilsstöðum

  • Eyrnasmásjá.
  • Búnaður sem auðveldar umbúnað látinna t.d. kælar og bekkir sem skiptir verulegu máli enda er það metnaður stofnunarinnar að sýna ýtrustu virðingu við slíkar aðstæður.

Heilsugæslan Fjarðabyggð

  • Skilvinda sem skilur að blóðvökva og gerir kleift að rannsaka hina ýmsu þætti blóðsins.
  • Stóll sem notaður er í í skoðanir háls-, nef og eyrnalæknis.
  • Tæki til að skoða augnbotna.
  • Blóðtökustóll.

Heilsgæslan á Seyðisfirði

  • Blóðtökustóll.

Heildarverðmæti þessara styrkja til kaupa á þessum tækjabúnaði eru rétt tæpar 25 m.kr.

Þess má geta að búið er að kaupa megnið af þessum búnaði nú þegar og er hann kominn í notkun.

Kv. í v.k.s.

María Veigsdóttir Ágúst Arnórsson

Um. Rbst. nr. 15, Björk Um. St. nr. 24, Hrafnkell Freysgoði