Sumarkveðja frá stjórn Stórstúkunnar

Kæru systur og bræður.

Stjórn Stórstúkunnar óskar ykkur og fjölskyldum ykkar gleðilegs sumars og þakkar fyrir ánægjulegt samstarf í vetur við þessar óvenjulegu aðstæður.

Stórstúkustjórn hvetur Reglusystkini til þess að vera í góðu sambandi við stúkusystkini sín áfram og fylgjast með og bregðast við hugsanlegum erfiðleikum þeirra, eins og atvinnumissi og/eða vegna veikinda. Saman komumst við sterk og heil í gegnum þetta erfiða ástand.

Nú þegar sumarið gengur í garð og gróðurinn fer að gægjast upp úr moldinni og fuglasöngur að gleðja okkur, getum við systur og bræður gert það sama og látið okkur hlakka til sumarsins og betri tíma með blóm í haga.

Munum samt að fara varlega af stað og vera samstíga þríeykinu og yfirvöldum í landinu.