Sumarkveðja frá Stórstúkustjórn

Ágætu Reglusystkini.

Nú þegar sumarið er gengið í garð er um að gera að njóta þess. Margir eru komnir í sumarfrí og aðrir farnir að telja niður dagana af tilhlökkun. Nú líður að því að stjórn Stórstúkunnar og skrifstofa Oddfellowreglunnar fari í sumarfrí, en frá 1. júlí til 4.ágúst verður skrifstofan lokuð. Á sama tíma eru ekki hefðbundnir fundir hjá Stórstúkustjórninni.  Hins vegar starfar stjórn Stórstúkunnar eins og þörf er á og ef Reglusystkini þurfa að ná í einhvern í stjórninni,  þá er velkomið að hringja eða senda tölvupóst.

Öll fréttin á innri síðu