Þorgerðarsystur gefa loftdýnur til Lungnadeildar A-6

Rebekkustúka nr. 7, Þorgerður afhenti nýverið Lungnadeild A-6 á Landspítala - háskólasjúkrahúsi í Fossvogi þrjár loftdýnur af nýjustu gerð.

Guðrún Árný Guðmundsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri, þakkaði fyrir myndarlega gjöf og sagði að loftdýnur væru mikilvægar fyrir veikasta fólkið, þá sem liggja mikið bæði til varnar legusárum og líka til að minnka verki.

Meðfylgjandi er mynd af Þorgerðarsystrum við afhendinguna ásamt Guðrúnu Árný Guðmundsdóttur, hjúkrunardeildarstjóra, og Sif Hansdóttur, yfirlækni Lungnalækninga.