Til allra Reglusystkina vegna COVID-19 veirunnar:

Stjórn Stórstúkunnar hvetur öll Reglusystkini til að gæta fyllstu varúðar og að kynna sér vel allar upplýsingar sem birtast á heimasíðu Landlæknisembættisins og að fara nákvæmlega að fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda.

Þeir sem veikir eru fyrir eru hvattir til að gera hlé á fundarsókn í Reglunni um stundarsakir af öryggisástæðum. Sama gildir um þá sem finna fyrir t.d. kvef- eða hálsbólgueinkennum, þeir eru vinsamlegast beðnir að mæta ekki á fundi af sömu ástæðum. Þá eru Reglusystkini beðin um að takast ekki í hendur eða snertast, hvorki fyrir fundi, á fundum eða eftir fundi. Þá er vísað til bréfs sem sent var öllum Regludeildum í síðustu viku.

Stjórn Stórstúkunnar mun ekki setja á fundabann, nema slík ósk eða fyrirmæli komi frá heilbrigðisyfirvöldum. – Stjórnin hvetur Reglusystkini að fylgjast með tilkynningum á heimasíðu Oddfellowreglunnar og fara að fyrirmælum yfirvalda.

Reglusystkini eru hvött til samskipta gegnum síma og/eða á netinu og sýna umhyggju hvert fyrir öðru, ekki síst þeim sem eiga erfitt með fundarsókn eða treysta sér ekki vegna kvíða eða smitótta að mæta til funda.