Tilkynning frá Kjörnefnd Stórstúkunnar

Í bréfi stjórnar Stórstúkunnar frá 28. október 2014 til stórfulltrúa stendur m.a.:

Á næsta reglulega Stórstúkuþingi 15. – 17. maí 2015 lýkur kjörtímabili str. varastórsírs, br. varastórsírs, str. stórritara og br. stórritara.  Í samræmi við ákvæði gr. 4.2 í grvl. fyrir Stórstúkuna verður þá kosið í embætti br. varastórsírs og str. stórritara til fjögurra ára, en til embætta str. varastórsírs og br. stórritara til tveggja ára.

Þá kemur einnig fram í grein 4.3 í grundavallarlögum Stórstúkunnar m.a. eftirfarandi:

 Tilnefningar til kjörembætta skulu hafa borist kjörnefnd eigi síðar en 1. febrúar fyrir Stórstúkuþing. Nefndin skal kanna hvort viðkomandi gefi kost á sér. Eigi síðar en 15. mars skal kjörnefnd kynna stórfulltrúum Regludeilda framboðslista þann sem leggja skal fyrir Stórstúkuþing. Jafnframt skal hún birta framboðslistann á vef Reglunnar, með mynd af viðkomandi auk upplýsinga um starfsferil og embættisferil innan Reglunnar. Tilnefningar skulu einnig sendar út með þinggögnum.

 Í samræmi við ofangreint hefur kjörnefnd sett á innri vef Reglunnar tilnefningar til kjörembætta á næsta reglulegu Stórstúkuþingi 15.–17.  maí 2015.