Tillaga að friðlýsingu Búrfells, Búrfellsgjár og Selgjár í Garðabæ

Undanfarið hefur Umhverfisstofnun, ásamt samstarfshópi skipuðum fulltrúum frá Garðabæ, umhverfis- og auðlindaráðuneyti, Ríkiseignum, Minjastofnun Íslands og landeigendum, unnið að undirbúningi friðlýsingar Búrfells, Búrfellsgjár og Selgjár í Garðabæ skv. 39. gr. laga nr.  60/2013 um náttúruvernd. Samkvæmt 2. mgr. sömu greinar skal Umhverfisstofnun gera drög að friðlýsingarskilmálum og leggja fyrir landeigendur og aðra rétthafa lands, viðkomandi sveitarfélög og aðra sem hagsmuna eiga að gæta.

Umhverfisstofnun kynnir hér með tillögu að friðlýsingarskilmálum fyrir Búrfell, Búrfellsgjá og Selgjá í Garðabæ ásamt tillögu að mörkum svæðisins.

Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til og með 23. mars 2020.

Frekari upplýsingar hér .