Tímabundin niðurfelling funda í Regludeildum

Stórsír Reglunnar, í samráði við kjörna embættismenn Stórstúkunnar, sbr. 9.tl. gr. 4.8 í Grundvallarlögum Stórstúkunnar, hefur ákveðið að allir fundir í Regludeildum í Regluumdæmi hinnar óháðu Oddfellowreglu á Íslandi, falli niður frá og með mánudeginum 5. október, 2020.  Tilkynnt verður sérstaklega þegar Reglustarf getur hafist að nýju. Það mun fara eftir þeim fyrirmælum og reglum sem yfirvöld setja um fjöldatakmarkanir og aðrar þær aðgerðir sem geta haft áhrif á starfið.

Undanfarnar vikur hefur Reglustarfið farið af stað og all nokkrar Regludeildir hafa byrjað að funda og farið að leiðbeiningum og vel hefur þar tekist til. Niðurfelling funda hjá þeim sem hafa óskað eftir því, hefur verið leyfð. Hertar reglur yfirvalda vegna Covid – 19   valda því að nú er gert fundarhlé að nýju.

Sjá nánar á innri síðu