Tveir bbr. í Bjarna riddara sæmdir Heiðursmerki Oddfellowreglunnar

Á hátíðarfundi í st. nr. 14, Bjarna riddara voru tveir bræður í stúkunni sæmdir Heiðursmerki Oddfellowreglunnar þeir Ólafur G. Emilsson og Þorgeir Björnsson.

Í ítarlegu yfirliti hávl.stórsírs  kom m.a. fram að br. Ólafur var vígður í st. nr. 14, Bjarna riddara 29. apríl

 
 Br. Ólafur G. Emilsson
 
 Br. Þorgeir Björnsson
1981, kallaður til Ob. nr. 1, Petrusar árið 1989 og var á meðal stofnenda Ob. nr. 3, Magnúsar Rebekkustigið og Stórstúkustig  1993 og  gekk til liðs við PM Canton nr. 1 Njál árið 2002.

Br. Ólafur hefur gengt fjölmörgum trúnaðarstörfum innan stúku sinnar og var m.a. yfirmeistari tímabilið 1990-1992. Varastórfulltrúi Rbst. nr. 8 Rannveiga og stórfulltrúi stúku sinnar árin 2001 – 2005. Br Ólafur hefur gengt embætti æðstaprests, 1. höfuðsmanns og embætti höfuðsmanns í Ob. nr. 3 Magnúsi og er núverandi stórfulltrúi búðanna.  Í Canton nr. 1 Njáli hefur Ólafur gengt embætti lífvarðar, ritara og gengnir nú embætti merkisbera.
Fyrir störf sín í þágu Oddfellowreglunnar hefur br. Ólafur áður verið sæmdur fyrrum meistara stjörnu, heiðursmerki fyrrum höfuðpatríarka og 25 ára fornliðamerki.

Virðulegur stórvörður br. Þorgeir Björnsson vígðist í stúkuna nr 14 Bjarna riddar 24. mars 1982 og hefur því verið félagi í Oddfellowreglunni í um 30 ár. Hann var kallaður til Oddfellowbúða nr. 3 Magnúsar  1992, hlaut Stórstúkustig 2001 og Rebekkustig í Rbst. nr. 1, Bergþóru 2007.  Hann gekk til liðs við PM Canton nr. 1

Njál, árið 1997 og hlaut vísdómsstig Stórstúku Evrópu árið 2009. Br. Þorgeir hefur gegnt ýmsum embættum í stúku sinni og var m.a yfirmeistari tímabilið 1998-2000. Frá árinu 2008 hefur br. Þorgeir gegnt embætti varastórfulltrúa stúku sinnar. Í Ob. nr. 3 Magnúsi hefur br. Þorgeir gegnt embætti 2. höfuðmanns, 1. höfuðsmanns og embætti höfuðpatríarka 2006-2008. Í Canton nr. 1 Njáli hefur Þorgeir gegnt embætti ritara, merkisbera, liðsforingja og embætti kafteins 2008-2010. Hann gegnir nú embætti aðstoðardeildarforingja í Deildarráði Íslands.

Í Stórstúkunni hefur br. Þorgeir gegnt embætti stórskjalavarðar 2005-2009 og stórvarðar frá árinu 2009. Einnig hefur hann gegnt embætti stórmarskálks við innsetningar embættismanna auk þess sem hann hefur komið að eftirliti í Regludeildum mörg undanfarin ár. Á vegum Stórstúkunnar var br. Þorgeir skipaður formaður framkvæmdanefndar um byggingu Regluheimilisins að Staðarbergi árin 1996-1999.
Fyrir störf sín í þágu Oddfellowreglunnar hefur br. Þorgeir verið sæmdur fyrrum meistara stjörnu, 25 ára fornliðamerki, 15 ára þjónustumerki PM Canton, heiðursmerki fyrrum höfuðpatríarka og heiðursmerki fyrrum kafteins (Past Commander Jewel).
Fjöldi gesta sótti fundinn m.a. Stórstúkustjórn ásamt mökum sínum og makar bræðra í st. nr. 14 Bjarna riddara og fleiri. Hátíðarfundurinn fór fram með virðulegum hátíðarblæ. Að loknum fundi var gestum boðið upp á veitingar í skemmtisal.