Upphaf golfvallar Oddfellowa minnst

Br. Óskar Sigurðsson boðaði til fundar í Regluheimilinu að Vonarstræti 10 á dögunum til að færa þeim aðilum sem studdu hann hvað mest þegar hann sem formaður nefndar um uppbyggingu golfvallar í Urriðavatnslandi. Br. Óska gegndi formennsku 4 fyrstu árin og undir hans stjórn varð golfvöllur og Golfklúbbur Oddfellowa að veruleika. Hann kom ekki einn að málum því margir bræður unnu að verkefninu með honum og þar voru fremstir í flokki br. Guðlaugur Gíslason, br. Baldvin Ársælsson, br. Egill Snorrason ásmat þáverandi formanni StLO Jóni Otta Sigurðssyni.

Í upphafi stuttrar athafnar í skemmtisal á 5. hæð afhenti hann br. ym. Gunnari Þór Jóhannssyni í stúku sinni nr. 12, Skúla fógeta að gjöf 200,000,- kr. til eflingar Líknarsjóðs stúkunnar. Framlagið er þakklæti br. Óskar til stúku sinnar fyrir það traust sem honum var sýnt með því að velja hann til forystu í þessu einstaka verkefni Oddfellowreglunnar á heimsvísu.

Hann minntist einnig þeirra 16 Oddfellowbræðra sem gáfu StLO landið árið 1956 sem nokkrir þeirra náðu því að upplifa vígslu golfvallarins og voru þeir gerðir að heiðursfélögum Golfklúbbs Oddfellowa .

Þá afhenti hann br. Steindóri Gunnlaugssyni formanni StLO myndaseríu með 6 loftmyndum og skýringatextum af Urriðavelli sem teknar voru af br. XXXXXXX (Vantar nafnið). Einnig afhenta br. Óskar formanni golfklúbbs Oddfellowar, br. XXXXXX vantar nafnið) samskonar myndaseríu með skýringatextum og óskaði hann eftir því að sú mynd verði sett upp í golfskálanum við Urriðavöll.

Í stuttu en fróðlegu yfirliti yfir framkvæmdirnar og mörgum skemmtilegum atvikum sem áttu sér stað, ekki síður en frásögn hans af fyrstu Landsmótum Oddfellowa í golfi rifjuðust upp góðar minningar fyrir þá sem á hlýddu og þektum við vel til og vorum flestir þátttakendur frá byrjun.

Þessi stutta athöfn og samveran í Regluheimilinu var góð stund og lýsandi fyrir br. Óskar sem setti alla sína sál eins og félagar hans og bræður gerðu líka til uppbyggingar golfvellinum. Þarna var br. Óskar að þakka fyrir sig og gerði það með slíkri reisn að eftir er tekið.

Það var hvorki sjálfsagt eða auðvelt að golfvöllur Oddfellowa í Urriðaholti yrði að veruleika. Margar hindranir og mótbárur voru í vegnum en br. Óskar og bræður hans kláruðu verkið af festu en lipurð og í dag efast engin um að verkefnið var stórkostlegt í alla staði.

Í lok athafnarinnar setti br. Óskar fram þá skoðun sína og tillögu að komið verði upp stóru skilti við innkeyrsluna á Urriðavöll þar sem saga framkvæmdanna og tilurð Golfklúbbs Oddfellowa er sögð í stuttu máli gestum og ferðamönnum til upplýsinga.

Að lokum var fundarmönnum boðið upp á súpu og viðeigandi meðlæti.