Útför Gylfa Gunnarssonar, fyrrum stórsírs

Frá útför br. Gylfa Gunnarssonar
Frá útför br. Gylfa Gunnarssonar

Útför  Gylfa Gunnarssonar, fyrrum stórsírs Oddfellowreglunnar á Íslandi, I.O.O.F., var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík, þriðjudaginn 3. maí 2011, að viðstöddu fjölmenni. Bræður í St. nr. 16, Snorra goða, stóðu heiðursvörð og embættismenn úr Stórstúku Íslands báru kistuna úr kirkju að lokinni athöfn.

Séra Einar Eyjólfsson jarðsöng, organisti var Kjartan Sigurjónsson og kórsöng annaðist Voces Masculorum. Þá söng Gissur Páll Gissurarson einsöng við gítarundirleik Björns Thoroddsen. Að athöfn lokinni var viðstöddum kirkjugestum boðið að þiggja veitingar í Oddfellowhúsinu við Vonarstræti. Br. Gylfi var jarðsettur í Breiðabólstaðarkirkjugarði í Fljótshlíð.

 Blessuð sé minning br. Gylfa Gunnarssonar.