Vegleg bókagjöf

Guttormur Einarsson afhendir bókasafnið
Guttormur Einarsson afhendir bókasafnið
Br. Guttormur P. Einarsson, varastórfulltrúi St. nr. 1, Ingólfs, hefur fært Oddfellowreglunni að gjöf veglegt bókasafn, samtals 54 bindi yfir nokkur merkustu rit í menningar- og vísindasögu vesturlanda, ásamt 10 uppflettiritum.

Hvl. stórsír, Stefán B. Veturliðason og str. Auður Pétursdóttir, stórskjalavörður, veittu gjöfinni formlega viðtöku á skrifstofu Oddfellowreglunnar fimmtudaginn 26. ágúst síðastliðinn, en bókunum hefur nú verið komið fyrir í bókasafni Reglunnar á 4. hæð í Oddfellowhúsinu í Reykjavík.