Verkefnisstjórn StLO vegna Ljóssins skilar af sér

Verkefnisstjórnina skipa þeir bbr. magnús S. Sædal, Pétur J. Haraldsson og Auðunn Kjartansson
StLO:…
Verkefnisstjórnina skipa þeir bbr. magnús S. Sædal, Pétur J. Haraldsson og Auðunn Kjartansson
StLO: Steindór Gunnlaugsson, Ólöf S. Pálsdóttir og Heiðar Friðjónsson

Verkefnið gekk undir nafninu Oddfellowreglan tekur höndum saman,  sem lýsir samtakamætti Reglusystkina til góðra verka.

Afhending Reglunnar á verkefninu til Ljóssins var 25. febrúar 2016 um 15 mánuðum eftir að verkið hófst.

Viðstaddir afhendinguna voru heilbrigðisráðherra og ráðherra landbúnaðar og sjávarútvegs, þeir stjórnarmenn stórstúku IOOF sem áttu þess kost að geta mætt, stjórn og starfsmenn Ljóssinss  ásamt nokkrum velunnurum þess. Þar í hóp var br. Guðmundur Sigurjónsson í st. nr. 1 Ingólfi en hann var fyrsti útibússtjóri Landbankans og bjó í húsinu í 11 ár. Guðmundur sem er tæpra 96 ára gamall afhenti við athöfnina Ljósinu til styrkta kr. 500  þús. Að athöfn lokinni voru veitingar í boði. Á gjafabréfi til Ljóssins er ritað ljóð eftir Huldu Ólafsdóttur:
Vonina áttu
Ekki sleppa haltu fast.
Dreymdu drauma
Og vittu til,
Þeir munu rætast.