Vígsla Regluheimilis á Egilsstöðum og stofnun stúkna

Við Regluheimilið á Egilsstöðum
Við Regluheimilið á Egilsstöðum

Föstudaginn 29. október s.l. var vígður nýr salur og húsakynni á Egilsstöðum og þau helguð starfsemi Oddfellowreglunnar. Laugardaginn 30. október 2010 voru síðan stofnaðar tvær nýjar stúkur, Rebekkustúkan nr. 15, Björk, I.O.O.F., og bræðrastúkan, St. nr. 24, Hrafnkell Freysgoði, I.O.O.F. Myndir og nánari umfjöllun á Innri vef......

Fimmtudaginn 28. október s.l. hélt Stórstúkustjórn ásamt embættismönnum austur á Egilsstaði til að undirbúa vígslu Regluheimilis þar og stofnun tveggja nýrra stúkna. Auk þess voru embættismennirnir með fræðslu fyrir Reglusystkinin og undirbúning undir starfið sem framundan er í nýju stúkunum.