Vöfflur á menningarnótt

Kæru Oddfellowbræður og systur!

Við systur í Rebekkustúkunni nr. 17, Þorbjörgu, bjóðum ykkur hjartanlega velkomin í vöfflukaffi til okkar í Vonarstræti 10 á Menningarnótt milli  kl. 14:00 og 17:00.  Brosandi systur lofa að taka vel á móti ykkur. 

Í boði eru belgískar vöfflur með rabbabarasultu og rjóma, bakaðar beint á diskinn, ásamt fleira meðlæti eins og hver vill.

Verðinu er mjög stillt í hóf, aðeins kr. 1.500 fyrir fullorðna og 700 fyrir börn.

 

Sjáumst í Vonarstrætinu á Menningarnótt