Yfir- og undirmeistaraþing á Austurlandi

Séð yfir þingsalinn á Reyðarfirði.
Séð yfir þingsalinn á Reyðarfirði.
Yfir og undirmeistaraþing var haldið á Egilsstöðum og Reyðarfirði dagana 3. til 5. september síðastliðinn. Samhliða þinginu hélt stjórn Stórstúkunnar fund með verðandi stjórnum St. nr. 24, Hrafnkels Freysgoða og Rbst. nr. 15, Bjarkar, vegna undirbúnings að stofnun stúknanna, sem fyrirhuguð er laugardaginn 30, október 2010.

   Á föstudeginum var opið hús  að Lyngbrekku 11, nýju Regluheimili  I.O.O.F., á Egilsstöðum, þar sem Reglusystkin á Austurlandi tóku á móti gestum, sýndu húsið og buðu upp á léttar veitingar. Þinghaldið sjálft fór síðan fram á Reyðarfirði á laugardeginum og á meðan var mökum þingfulltrúa boðið upp á skoðunarferð til Seyðisfjarðar.