Yfir- og undirmeistaraþing haldið á Selfossi

Stjörnusteinar  Selfossi
Stjörnusteinar Selfossi

Yfir- og undirmeistaraþing Reglunnar verður haldið í Regluheimilinu að Stjörnusteinum á Selfossi laugardaginn 25. Ágúst 2012. Reyndar hefst það með óformlegri dagskrá á föstudeginum á milli kl. 20 og 22. Þinggögn verða afhent frá kl. 9:30 á laugardag og þingið síðan formlega sett kl. 10. Þinglok eru svo áætluð á milli kl. 16:30 og 17:00. Dagskránni lýkur svo með þriggja rétta kvöldverði sem hefst um kl. 19:30

 Þátttaka reglusystkina er mjög góð og framar vonum.  Líkur eru á því að allir yfirmeistarar mæti og yfir 90% undirmeistara. Gestir frá stórstúkunni munu einnig heiðra okkur með nærveru sinni og kynna á þinginu helstu áherslur í starfinu framundan.

Skemmtiferð fyrir maka þingfulltrúa verður á laugardeginum. Farið verður niður að ströndinni þar sem Eyrarbakki og Stokkseyri verða skoðuð í fylgd leiðsögumanns og veitinga notið í Rauða húsinu á Eyrarbakka.