Ungmennastarf Oddfellowreglunnar 2020 - 21

Guðný Helga Sæmundsen og Svavar Axel  Aronson veittu gjafbréfunum viðtöku við útskrift í Menntaskóla…
Guðný Helga Sæmundsen og Svavar Axel Aronson veittu gjafbréfunum viðtöku við útskrift í Menntaskólanum við Laugarvatn.

Ungmennastarf Stórastúku Evrópu,  European Youth Tour, hefur verið árviss viðburður undanfarin  mörg ár. Ungmenni frá Norðurlöndunum eru valin úr hópi nemenda við menntaskóla eftir ritgerðarsamkeppni, og boðið til  Íslands þar sem þau sameinast íslensku verðlaunhöfunum.  Saman er svo haldið í mikla ævintýraferð til Bandaríkjanna þar sem m.a. höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna eru heimsóttar.  Vegna Covid 19, varð ekki að ferðinni 2020 og þá hefur ferðin 2021 einnig verið  felld niður af sömu ástæðu. Íslensku vinningshafarnir  2020 sem voru nemendur við Menntaskólann á Laugarvatni að þessu sinni, fengu við útskrift nú í vor afhent gjafabréf  að upphæð kr. 200.000.- kr. með Icelandair. Þau Guðný Helga Sæmundsen og Svavar Axel  Aronson veittu gjafabréfunum viðtöku en í texta gjafabréfs segir:

Þér er hér með veitt viðurkenning Oddfellowreglunnar á Íslandi, I.O.O.F, fyrir framúrskarandi ritgerðarverkefni um græna orku. Verkefnið var unnið í enskunámi við Menntaskólann að Laugarvatn veturinn 2019.

Verðlaunin fyrir verkefnið er ferð til Bandaríkjanna þar sem höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York verða skoðaðar ásamt kynningarferð um Washington og víðar á austurströnd Bandaríkjanna. En vegna Covid 19 þá er ferðin felld niður og staðinn færðu gjafabréf frá Icelandair að andvirði 200.000

Hugsun okkar með þessu er að auðga líf ungra námsmanna og beina athygli þeirra að mikilvægi þess að allar þjóðir heimsins standi saman að því að tryggja velferð allra manna í öllum löndum hnattarins og að okkur auðnist að skila heiminum til afkomenda okkar í betra lagi en við tókum við honum.

 

Tengd frétt...