Oddfellowblaðið

Nýtt Oddfellowblað er komið í almenna dreifingu og m.a. aðgenglegt hér á vef Oddellowreglunnar. Að vanda er blaðið fjölbreytt, þar sem lesa má fréttir úr starfi reglunnar, viðtöl og greinar á 80 síðum.

Þannig er rætt við nýjan stórsír, Steindór Gunnlaugsson, og konu hans, Halldóru Lydíu Þórðardóttur, en þau hjónin eru bæði í Oddfellow. Rætt er við ný reglusystkini, sem lýsa því hvernig tekið hefur verið á móti þeim.

Sagt er frá stöðu framkvæmda við nýtt Oddfellowhús í Urriðaholti og rætt við Björgvin Friðriksson sem flutti til Kanada og gekk þar í Oddfellowstúku í Halifax.

Oddfellowblaðið (nóvember 2025) má nálgast hér.