Tímabundin niðurfelling funda í Regludeildum

Í ljósi aðstæðna og fyrst og fremst með velferð bræðra og systra í Oddfellowreglunni á Íslandi í huga, hefur stórsír Reglunnar í samráði við kjörna embættismenn Stórstúkunnar ákveðið að allir fundir í Regluumdæmi hinnar óháðu Oddfellowreglu á Íslandi, verði frestað frá og með föstudeginum 13. mars 2020. Að óbreyttu hefjast fundir að nýju eftir páska, þriðjudaginn 14. apríl n.k.

 Öllum má vera ljóst að mjög sérstakar aðstæður hafa nú skapast í þjóðfélaginu, tekur stórsír þessa ákvörðun, með hag allra Reglusystkina að leiðarljósi. Stór hluti Reglusystkina er í áhættuhópi vegna veirunnar og er þar horft til aldurs og einnig undirliggjandi sjúkdóma. Hagsmunir þessara Reglusystkina og okkar allra eru mikilvægari en nokkrir fundir í Oddfellowreglunni.

 Þrátt fyrir niðurfellingu funda, eru stjórnir hvattar til að gæta hagsmuna Regludeilda með fundum eða með rafrænum samskiptum á meðan þetta ástand varir. Þá eru stjórnir hvattar til að virkja sjúkravitjunarnefndir til að hafa samband við langveik og roskin Reglusystkini, þeim til hughreystingar.

 Reglusystkini eru hvött til að fara að öllum fyrirmælum Landlæknisembættisins og Almannavarna og gæta ýtrustu varúðar til að reyna að forðast smit.

Nánari leiðbeiningar verða gefnar út á næstu dögum. Reglusystkini eru hvött til að fylgjast með heimasíðu Oddfellowreglunnar. www.oddfellow.is

Bróðurlegast

í v. k. og s.

Guðmundur Eiríksson
stórsír

 Nánar á Innri síðu ...