Fréttir

St. nr. 27, Sæmundur fróði I.O.O.F.

16. apríl, 2013
Laugardaginn 6. apríl sl. var st. nr. 27, Sæmundur fróði, IOOF stofnuð í Sólarsal, Regluheimilisins að Vonarstræti 10. Það voru 27 bræður úr st. nr. 7, Þorkell máni ásamt 13 bbr. úr þremur öðrum stúkum, nr. 16. Snorra goða, nr. 19. Leifi heppna og úr st. nr. 26, Jóni forseta sem stofnuðu stúkuna. Það var á 60 ára afmæli st. nr. 7, Þorkels mána sl. vor sem stórsír og varastórsír minntust þess í ræðum sínum að komin væri tími á stofnun stúku í Vonarstrætinu
LESA MEIRA
Lesa meira

Hallveigarbræður halda söngskemmtun í Salnum

26. mars, 2013
Með vorkomunni léttist lundin og geðið hýrnar. Þörfin á mannúðarhugsjónum okkar Oddfellow-systra & bræðra er þó í engu bundin árstíðum, heldur ævarandi. Nauðsyn fyrir framlag okkar til samfélgshjálpar hefur jafnvel aukist til muna á síðustu árum.
LESA MEIRA
Lesa meira

BRIDGE - Oddfellowskálin

10. mars, 2013
Þriðja mótið um Oddfellowskálina fer fram mánudaginn 18. Mars næst komandi í húsnæði Bridgesambands Íslands, Síðumúla 37, 3 hæð og hefst spilamennskan kl. 19:00 stundvíslega.  
LESA MEIRA
Lesa meira

Ný bæðrastúka á Suðurlandi.

01. febrúar, 2013
Þann 25. apríl n.k. verður St.nr.28, Atli I.O.O.F. stofnuð að Stjörnusteinum, regluheimili Oddfellow á Selfossi. Stofnun stúkunnar hefur verið alllengi í undirbúningi, fyrir forgöngu nokkurra fyrrum meistara og bbr. í St.nr.17, Hásteinn I.O.O.F.
LESA MEIRA
Lesa meira

Leiðbeiningar fyrir ritara

22. janúar, 2013
Stjórn stórstúkunnar hefur gefið út  leiðbeiningar fyrir ritara regludeilda  og hefur þeim verið komið á innri síðu. þeim er ætlað að aðvelda þeim að rækja embætti  sín einsog segir í inngangi. 
LESA MEIRA
Lesa meira

Oddfellowhúsið í Vonarstræti 80 ára - „Úr Tjaldi í Höll“

16. janúar, 2013
Sögusýning í máli og myndum. Helgina 19. og 20. janúar n.k. verður haldið upp á 80 ára afmæli Oddfellowhússins að Vonarstræti 10 í Reykjavík með sögusýningu. Sýndir verða hlutir sem ekki hafa áður komið fram opinberlega. Fjallað verður m.a. um „skyldu-áhaldið“ sem svo tíðrætt hefur verið um í 115 ára sögu Reglunnar í Reykjavík.
LESA MEIRA
Lesa meira

Oddfellowreglan styrkir Hjálparstarf kirkjunnar árið 2012

30. desember, 2012
Fimmtudaginn 20. desember sl. var móttaka í Regluheimilinu að Vonarstræti vegna afhendingu styrkja Oddfellowreglunnar, Regludeilda og Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowa til Hjálparstofnunar Kirkjunnar. Br. Ingjaldur Ásvaldsson formaður stjórnar StLO flutti stutt ávarp, bauð gesti okkar velkomna og bað þá að þiggja veitingar. Í ávarpi br. Ingjaldar kom m. a. fram  að árið 2012 væri líklega mesta styrkjaár Oddfellowreglunnar.  Líknardeildin í Kópavogi er ein stærsta gjöf Reglunnar frá upphafi en samkvæmt lauslegri samantekt stefndi í að styrkveitingar Oddfellowreglunnar í heild yrðu á bilinu 150-200 mkr., eða 3-4 mkr. á viku allt árið 2012.
LESA MEIRA
Lesa meira

Jólakveðja frá Stórstúkustjórn

21. desember, 2012
Stjórn stórstúku hinnar óháðu Oddfellowreglu á Íslandi óskar öllum Reglusystkinum og fjölskyldum þeirra, gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.Öllum embættismönnum og öðrum Reglusystkinum sem hafa starfað Oddfellowreglunni til heilla, færum við bestu þakkir. Bróður- og systurlegast,í vináttu, kærleika og sannleikaStjórn stórstúkunnar        I.O.O.F.
LESA MEIRA
Lesa meira

Jólaútgáfa Oddfellowblaðsins komin út

20. desember, 2012
Jólaútgáfa Oddfellowblaðsins er komin út full af fróðleik og  fréttum  frá regludeildum og er komið á Innri síðu. Meðal efnis má nefna  grein um Oddfellowregluna í Póllandi, ágrip úr sögu Herjólfs flutt á 4.000asta fundinum  auk opnuviðtals við séra Sólveigu Láru Guðmundsdóttir  vígslubiskup. Þá ritar  hávl. br. Stórsír hugleiðingu  um kærleikann....
LESA MEIRA
Lesa meira

Stofndagur Rebekkustúkunnar nr. 17, Þorbjargar.

17. desember, 2012
Á fullveldisdaginn 1. desember 2012 var boðað til hátíðarfundar í Oddfellowhúsinu við Vonarstræti í Reykjavík.Tilefnið var að nú skyldi stofnuð ný Rebekkustúka. Ekki hafði verið stofnuð Rebekkustúka í Reykjavík í 16 ár.Húsið var opnað kl. 13:00 og hófu gestir að streyma prúðbúnir í hús.Hátíðarfundurinn var svo settur með viðhöfn kl. 14:00
LESA MEIRA
Lesa meira