Fréttir

Stofndagur Rebekkubúða nr. 5, Karitasar var haldinn 4. nóvember 2017.

28. nóvember, 2017
Stofnun Rebekkubúða nr. 5, Karitasar og innsetning embættismanna fór fram í Sólarsal í Oddfellowhúsinu, Vonarstræti, Reykjavík.
LESA MEIRA
Lesa meira

Jólasala í Oddfellowhúsinu í Vonarstræti, 3. desember

21. nóvember, 2017
Árleg jólasala Rebekkustúkna í Oddfellowhúsinu Vonarstræti 10, fer fram sunnudaginn 3.desember nk. og hefst kl. 13:00. Ekki missa af þessari frábæru jólasölu - fallegar vörur á góðu verði og allur ágóði rennur til líknarmála. Við hvetjum allar systur og bræður til að mæta og taka með sér gesti
LESA MEIRA
Lesa meira

Kosið til embættis varastórsírs

15. nóvember, 2017
Frestur til að skila inn tilnefningum til embættis varastórsírs bbr. er liðinn. Sjá nánar á innri síðu Reglunnar.
LESA MEIRA
Lesa meira

Frá stjórn Stórstúku

01. nóvember, 2017
Á fundi stjórnar Stórstúkunnar 1. nóvember 2017, lagði hvl. varastórsír, Ásmundur Friðriksson fram ósk um að láta af embætti varastórsírs Oddfellowreglunnar af persónulegum ástæðum. Stjórn Stórstúkunnar hefur orðið við ósk hans og veitt honum lausn frá embætti. Stjórn Stórstúkunnar þakkar br. Ásmundi áralangt gott samstarf.
LESA MEIRA
Lesa meira

Verkefnisstjórn StLO vegna Ljóssins skilar af sér

27. október, 2017
Verkefnisstjórn StLO um framkvæmd Reglunnar við nýbyggingu- og endurbætur á húsnæði Ljóssins við Langholtsveg skilaði af sér með formlegum hætti í dag með gögnum um alla framkvæmdina. Þar má nefna gögn eins og viljayfirlýsingu StLO til Ljóssins og verkefnisstjórnar, verðtilboð, byggingarleyfi, uppdrættir, myndir, bréf og fl.
LESA MEIRA
Lesa meira

Jólakortum pakkað

24. október, 2017
Reglusystkin komu saman í húsakynnum Litrófs í Vatnagörðum um síðustu helgi og pökkuðu jólakortum í pakkningar til afhendingar í Regludeildum.
LESA MEIRA
Lesa meira

Stúkur á Selfossi afenda höfðinglega gjöf

19. september, 2017
í síðustu viku veitti framkvæmdastjórn HSU viðtöku höfðinglegri gjöf frá Oddfellowstúkunum Þóru og Hásteini að verðmæti 10.000.000 kr. Gjöf þessi er tilkomin vegna 25 ára afmælis stúknanna. Um er að ræða vöktunartæki fyrir lífsmörk sjúklinga, ásamt varðstöð, sem er gjöf til lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Selfossi. Tækin samanstanda af sex vöktunarstöðvum sem auðvelda fagfólki sjúkrahússins að fylgjast af betri nákvæmni og öryggi með ástandi sjúklinga. Tvö tækjanna eru svo kölluð monitor tæki sem eru öllu jöfnu eru föst við rúmstæði sjúklings en eru með minni ferða monitor fyrir flutning sjúklinga
LESA MEIRA
Lesa meira

Rbst. nr. 9 Þóra og St. nr. 17 Hástein, færa Heilbrigðisstofnun Suðurlands gjöf

18. september, 2017
í síðustu viku veitti framkvæmdastjórn HSU viðtöku höfðinglegri gjöf frá Oddfellowstúkunum Þóru og Hásteini að verðmæti 10.000.000 kr. Gjöf þessi er tilkomin vegna 25 ára afmælis stúknanna. Um er að ræða vöktunartæki fyrir lífsmörk sjúklinga, ásamt varðstöð, sem er gjöf til lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Selfossi. Tækin samanstanda af sex vöktunarstöðvum sem auðvelda fagfólki sjúkrahússins að fylgjast af betri nákvæmni og öryggi með ástandi sjúklinga. Tvö tækjanna eru svo kölluð monitor tæki sem eru öllu jöfnu eru föst við rúmstæði sjúklings en eru með minni ferða monitor fyrir flutning sjúklinga
LESA MEIRA
Lesa meira

Eftirlit 2017 og innsetningar 2018

24. ágúst, 2017
Skipulag fyrir eftirlit Stórstúku fyrir árið 2017 er nú komið á heimasíðuna undir "Á næstunni" Þá er einnig búið að skipuleggja innsetningar nýrra stjórna Regludeilda á árinu 2018. Einnig komið í viðburðadagatalið
LESA MEIRA
Lesa meira

Sumarlokun hjá skrifstofu Reglunnar

30. júní, 2017
Skrifstofa Oddfellowreglunnar verður lokuð vegna sumarleyfa í júlímánuði
LESA MEIRA
Lesa meira