Fréttir
Nýjar Rebekkubúðir í burðarliðnum - kynningarfundur
06. júní, 2017Kynningarfundur fyrir áhugassama matríarka verður haldinn laugardaginn 21. janúar og hefst kl. 13:00, í Oddfellowhúsinu í Vonarstræti.
LESA MEIRA
Gróðursetningardagurinn í blíðskaparveðri
01. júní, 2017Hinn árlegi gróðursetningardagur Styrktar- og Líknarsjóðsfór fram í gær 31. maí í blíðskaparveðri á golfvelli Oddfellowa, Urriðavelli. Um 50 Reglusystkin og fjölskyldur mættu á svæðið vopnuð skóflum, fötum og þar til gerðum verkfærum til gróðursetningar.
LESA MEIRA
Oddfellowblaðið í maí 2017
11. maí, 2017Oddfellowblaðið í maí 2017 er nú komið á innri síðu. Meðal efnis eru kynningar á þeim Reglussystkinum sem bjóða sig fram til kjörembætta á Stórstúkuþinginu sem framundan er. Þá eru myndir frá 100 ára afmæli St. nr. 2 Sjafnar sem haldið var uppá með pomp og pragt 29. apríl sl. margar forvitnilegar greinar og viðtöl prýða blaðið að þessu sinni sem endranær.
LESA MEIRA
St nr. 2, Sjöfn, á Akureyri 100 ára - fullbúnar íbúðir afhentar
05. maí, 2017Stúkan nr. 2 Sjöfn á Akureyri varð 100 ára þann 29. apríl sl. Mikið var um dýrðir og af þessu tilefni var haldinn hátíðarfundur í Oddfellowhúsinu að Sjafnarstíg. Á laugardagskvöldinu var efnt til hátíðarkvöldverður i Valsárskóla á Svalbarðseyri
Af þessu tilefni og jafnframt 100 ára Oddfellowstarfs á Akureyri réðust stúkur á Akureyri í það verkefni að gera upp að fullu tvær raðhúsaíbúðir við Öldrunarstofnun Akureyrabæjar sem ætlaðar eru aðstandendum heimilisfólks stofnunarinnar svo og aðstandendum sjúklinga Sjúkrahússins á Akureyri, sem þurfa að dveljast á Akureyri vegna nákomins ættingja. Auk þess hefur Oddfelowreglan keypt allan nauðsynlegan húsbúnað og innanstokksmundi í íbúðirnar, þannig að þær eru nú tilbúnar til notkunar.
LESA MEIRA
Með hækkandi sól
25. apríl, 2017Mannúðarsjóður St. nr. 3 Hallveigar heldur tónleika í Salnum Kópavogi 6. maí kl. 14:00 og 17:00. Margir frábærir listamenn koma fram með kór Hallveigar, Hallveigarsonum.
LESA MEIRA
Frá Kjörnefnd IOOF
19. apríl, 2017Ágætu Reglusystkin, á næsta reglulega Stórstúkuþingi 12. 14. maí 2017, lýkur kjörtímabili hávl. br. stórsírs, str. varastórsírs, br. stórritara og br. stórféhirðis Í samræmi við ákvæði gr. 4.2 í grvl. fyrir Stórstúkuna verður þá kosið í viðkomandi embætti til fjögurra ára.
LESA MEIRA
100 nýjir meðlimir
12. apríl, 2017Spicy jalapeno capicola shoulder hamburger rump cow alcatra chuck jowl tri-tip sausage ball tip pancetta beef ribs jerky.
LESA MEIRA
Stórstúkuþing 12. - 14. maí 2017
06. apríl, 2017HÉR MEÐ TILKYNNIST AÐ 37. ÞING STÓRSTÚKU HINNAR ÓHÁÐU ODDFELLOWREGLU Á ÍSLANDI
I.O.O.F. VERÐUR SETT Í ODDFELLOWHÚSINU, VONARSTRÆTI 10, REYKJAVÍK, FÖSTUDAGINN 12. MAÍ 2017,
KL. 20.00 STUNDVÍSLEGA
LESA MEIRA
Landsmót Oddfellowa í golfi 2017
04. apríl, 2017Landsmót Oddfellowa í golfi árið 2017 verður haldið á Urriðavelli laugardaginn 12. ágúst. Búið er að opna fyrir skráningu á mótið á golf.is
LESA MEIRA
Sumargleði Oddfellowa 2017
20. mars, 2017Í ár minnumst við þess að 120 ár verða liðin frá því að Oddfellowreglan nam land á Íslandi, þegar danskir Oddfellowar stóðu fyrir stofnun St. nr. 1, Ingólfs, þann 1. ágúst 1897. Á þessum tíma hefur Oddfelloweglan sett mark sitt á íslenskt samfélag með einkunnarorðum sínum, vinátta, kærleikur og sannleikur. Stórstúkan, Styrktar- og líknarsjóður og Regludeildir eru þegar farnar að huga að því hvernig Reglan minnist þessara tímamóta.
LESA MEIRA