Fréttir
Oddfellow-skálin 2015-2016
09. október, 2015Keppni um Oddfellow-skálina hófst í vikubyrjun. Sextán pör mættu til leiks og styrktu félagsauðinn en þetta er í fjórða skiptið sem spilað er um skálina. Hér er lokastaðan, meðalskor 168 stig:
		LESA MEIRA
	Ljósið - Oddfellowreglan tekur höndum saman
16. september, 2015Stækkun húsnæðis Ljóssins, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðvar krabbameinsgreindra við Langholtsveg  gengur samkvæmt áætlun. 
		LESA MEIRA
	Yfir og undirmeistaraþing á Akureyri 28.-29.ágúst 2015.
14. september, 2015Yfir- og undirmeistaraþing var haldið á Akureyri dagaan 28. - 29. ágúst sl. Þingið sóttu ym og um allra Regludeilda á landinu. 
		LESA MEIRA
	Oddfellowreglan styrkir Sjúkarhúsið á Akureyri
09. september, 2015Oddfellowreglan afhenti þann 29. ágúst s.l. Sjúkrahúsinu á Akureyri vöktunarkerfi sjúklinga á slysa- og bráðamóttöku, en deildin hefur verið endurhönnuð og breytt og var hún opnuð formlega 7. september.
		LESA MEIRA
	Bridgemót Oddfellowa veturinn 2015/2016
09. september, 2015Oddfellowstúkan Snorri goði  nr. 16 ætlar í vetur að halda  bridgemót með svipuðu fyrirkomulagi og undanfarin ár.  Spilað verður sex kvöld þar sem keppt verður um Oddfellowskálina 2015-2016, þ.e. mánudaganna 5.okt, 2.nóv, 7.des. 2015 og 1.feb, 1.mars og 4.apríl 2016. 
		LESA MEIRA
	Grundvallarlög Búða og Þingtíðindi
04. september, 2015Ný grundvallarlög Búða sem samþykkt voru á síðasta Stórstúkuþingi eru nú komin á Innri síðu. Þá eru Þingtíðindi  fyrir Stórstúkuþingið einnig orðin aðgengileg á Innri siðunni.
		LESA MEIRA
	Landsmót Oddfellowa í golfi
24. ágúst, 2015Landsmót Oddfellowa í golfi var haldið á Garðavelli á Akranesi laugardaginn 15. ágúst.  Um 180 þátttakendur alls staðar af á landinu tóku þátt, m.a. komu kylfingar frá Akureyri, Vestmannaeyjum, Ísafirði og af höfuðborgarsvæðinu, auk okkar heimamanna.  Mótið tókst í alla staði vel og voru gestir okkar ánægðir með skipulagningu og framkvæmd mótsins.  Um kvöldið var svo lokahóf í Oddfellowhúsinu, þar sem veitt voru verðlaun og framreidd dýrindis máltíð. 
		LESA MEIRA
	Vöfflur á menningarnótt
19. ágúst, 2015Systur í Rbst. nr. 17, Þorbjörgu, taka vel á móti öllum í Vonarstrætinu á menningarnótt milli 14:00 og 17:00 og bjóða uppá kaffi með nýbökuðum  vöfflum ....
		LESA MEIRA
	Landsmót Oddfellowa í golfi
06. júlí, 2015Landsmót Oddfellowa í golfi fer fram á Garðavelli á Akranesi þann 15. ágúst nk.  Oddfellowstúkurnar á Akranesi standa fyrir mótinu og gengur allur rekstrarafgangur af því til líknarsjóða stúknanna tveggja, St. nr. 8 Egils og Reb.st. nr. 5 Ásgerðar.
		LESA MEIRA
	Ársfundur Grand Lodge of Europe
04. júní, 20158. ársfundur Grand Lodge of Europe (GLE) eða Stórstúku Evrópu var haldinn dagana 29. -  31. í Oddfellowhúsinu í Vonarstræti.  
		LESA MEIRA
	 
 
 
 
 
 
 
 
 
